Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram frá seinasta
bloggi!!
Í byrjun desember komu Steinunn og Sigrún í heimsókn á leið
sinni frá Kúbu. Það var algjör snilld að fá íslendinga og að sjálfsögðu var
splæst mcdonalds í tilefni að því! Það var röltað borgina og meðal annars
skoðið rockafeller jólatréið, og það er vægast sagt að borgin er stórglæsilega
í kringum jólin. Allt troðið af jólaseríum út um allt og það er algjörlega
farið út í extremið!
Í desember sýndi einnig Ailey dansflokkurinn og að
sjálfsögðu var skellt á þessa frábæru sýningu! Þau voru að sýna öll sín
þekktustu verk svo þetta var algjört æði! Svo til að vera algjörir ameríkanar
skelltum við í jólaboð. Allir í jólapeysum og smákökur, jólalög og bara allt
sem þú ímyndar þér að sé í svona amerískum jólaboðum, sem var að sjálfsögðu
snilldarkvöld rétt áður en allir drifu sig heim um jólin!
Loksins þann 20.desember lagði ég af stað heim til að vera í
faðmi fjölskyldunar (nú og vina) um jólin. Þetta var algjört snilldar 2 vikna
frí þar sem m.a. mínir æðislegu vinir héldu surprise hitting fyrir mig og Ellen
noregsbúa, að sjálfsögðu voru tonn af fjölskylduboðum, helling af kókómjólk,
smákökum, sörum (takk endalaust Anna!!), bakarísmat... ég gæti talið endalaust
áfram (og já mig langar strax aftur í íslenskan mat).
Jæja svo í byrjun janúar var komin tími til að koma aftur út
og klára fyrri önnina í skólanum. Við kláruðum West African í enda janúar en
fórum í staðin í stepp sem er ótrúlega gaman og öðruvísi en það sem maður er
vanur!
Síðan varð nú ein í hópnum 21 árs í enda janúar svo að
sjálfsögðu þurfti að fagna því. Við skelltum okkur út að borða á Benihana sem
er japanskur veitingastaður þar sem er eldað fyrir framan mann. Þetta var
ótrúlega mikil snilld þar sem kokkurinn var að vippa fram alls kyns trikkum á
meðan hann var að elda. Eini mínusinn var kannski hvað við þurftum að bíða
lengi eftir borðinu þar sem við byrjuðum að borða kvöldmatinn klukkan hálf
tólf.. En það var reyndar alveg þess virði!!
Alveg í lok janúar kom svo stóri snjóstormurinn. Það var
nefnilega þannig að það kom bæði snjór og vindur alveg hræðilegt!! Semsagt á
mánudegi var komin góð snjókoma og búist var við mesta stormi sem hefur verið
hér í mörg ár. Síðan fengum við póst klukkan þrjú um daginn að skólinn myndi
falla niður daginn eftir. Klukkan ellefu um kvöldið var svo lokað götum
borgarinnar og stuttu síðar var lokað subwayunum. Nema það að þessi „stormur“
var nú ekkert það mikil stormur á þriðjudeginum vöknuðum við, himinninn var
heiðskýr og sólin uppi og allt, það var bara snjór á götunum. Nema það að við
fengum frí í skólanum á þessum indæla degi. Á þessum tíma var vinkona okkar sem æfði með
okkur fyrir áramót í heimsókn hjá okkur til þess að tæma herbergið sitt en hún
þurfti að hætta vegna bakmeiðsla og er óvíst hvort að hún komi aftur. En hún er frá stað sem ég man ekki hvað heitir
hér í bandaríkjunum en þar allavena snjóar sem sagt ekki. Þannig að hún var
verri en lítill krakki á jólunum þegar við ákváðum að taka göngutúr um Central
Park í snjónum. Að sjálfsögðu byrjaði hún að kasta snjóboltum í alla um leið og
við löbbuðum út um dyrnar, valhoppaði um garðinn og hoppaði útí snjóinn og það
besta var þegar hún fékk lánaðann sleða af svona fimm ára barni til þess renna
sér í mögulega minnstu brekku sem hún gæti fundið. En þetta var samt æðislegur
snjódagur!
Svo í febrúar kom Kristín loksins
í heimsókn. Þessir 10 dagar sem hún eyddi hérna voru troðnir af túrista hlutum,
verslunarferðum (að sjálfsögðu) og þarna var í fyrsta skiptið sem ég fór út úr
Manhattan, fyrir utan flugvöllinn nottlega. Á yndislegum laugardegi þar sem reyndar
var ískalt og rigning skelltum við okkur í Chinatown, Little Italy og Soho. Það
var þannig að við komum úr lestinni og fórum að leita að chinatown í góðan
hálftíma þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum búin að vera þar
allann tímann... En þar fundum við þessa fínu myndavélabúð þar sem við redduðum
filmu í æðislega ofurtúristalegu myndavélina hennar Kristínar!!
Síðan kom bolludagurinn og að
sjálfsögðu skelltum við í bollur. Get kannski ekki sagt að þær væru eins og hjá
bakarameisturunum en þegar að rjóminn, sultan og glassúrinn voru komin á fann
maður ekkert bragðið af því hversu hráar þær voru, þannig að þetta bjargaðist
alveg!! Við vorum líka með lakkrís með sem að familían sendi með kristínu út
fyrir mig, ásamt fleiru reyndar m.a. kókómjólk og dúett og margt annað, ég var
bara of gráðug til að ná mynd af því :/ En allavena við buðum svo Rannveigu í
hráar bollur svo þetta varð að hinu fínasta íslendingaboði.
Við ákváðum svo að fara til
Brooklyn og að sjálfsögðu gerðist það á kaldasta deginum. Þannig að við lögðum
í hann og tókum lest til brooklyn og að sjálfsögðu byrjuðum við á því að fara
út á vitlausum stað. Þannig að við röltuðum um og vorum að reyna að finna hvert
við ættum að fara þegar við áttuðum okkur á því að við vorum í miðju Orthodox
hverfi. En við opnuðum allavena besta áttavitann google maps og vorum að reyna
að rölta að rétta staðnum þegar að síminn minn dó vegna kulda.. Alveg æðisleg
við vorum semsagt týndar í brooklyn með ekkert kort, enga klukku eða neitt! En
við létum það ekki á okkur fá og röltum á dýrindis kaffi hús þar sem við gátum
hitað símann og fundið leiðina til baka, og ekki eyðilagði french toastið sem
við fengum okkur í leiðinni!!
En síminn hitnaði allavena og fór
að virka á ný svo við tókum beint lest að Brooklyn bridge og röltum yfir hana
og tókum síðan lestina aftur heim. Þessi tvö stopp tóku heilan dag en við vorum
nú ekkert að kvarta, þetta var alveg þess virði!!
Eftir þetta allt skelltum við
okkur í bíó á Kingsman og að sjálfsögðu tókum við bandaríkjamanninn á þetta og
keyptum okkur heimsta stærsta gosglas sem ég hef séð, ég sver það voru
örugglega ekki minna en 1 lítri í þessu jafnvel 2, og svo popp sem var toppað
með bráðnu smjörlíki. Þetta var... öðruvísi.
Einnig þegar Kristín var hérna var
í fyrsta skiptið sem ég smakkaði bubbletea og líka í fyrsta skiptið sem ég sá
rottur hérna. Þessar rottur voru á stærð við kanínur alveg viðbjóður, en sem
betur fer voru þær bara hjá lestunum þannig að ég hef forðast þær síðan!!
Síðan á seinasta kvöldinu hennar
Kristínar var heldur mikið dekur! Ég, Kristín og Rannveig skelltum okkur út að
borða og fórum svo á Rómeó og Júlíu með New York City Ballet og svona. Síðan
var tekinn bröns áður en að Kristín skellti sér í flugið!! Alveg æðislegt að fá
hana í heimsókn!!
Annars er bara búið að vera allt á
fullu í skólanum nema að núna þessa vikuna er ég búin að vera í springbreaki en
það er aðallega búið að vera svefn, matur og kósý. Reyndar erum við tvær sem
vorum eftir hérna í íbúðinni og tókum það að okkur að passa skjaldböku svo við
erum að verða vanir dýrapassarar. En á mánudaginn fór ég hins vegar á The Late
Show með David Letterman og það var mjög gaman! Hann var að taka viðtal við
píuna úr The Fault in Our Stars svo loksins fékk ég að sjá fyrstu stjörnuna síðan
ég kom hingað en það var reyndar hræðileg hljómsveit sem að var að spila í
endann sem maður þurfti að pína sig í gegnum að hlusta á. Ég læt hérna link
fylgja af þessu yndæla lagi ef einhver vill setja sig í spor mín: https://www.youtube.com/watch?v=zrDO5jEefcI
Og ég vil óska elsku Jóu innilega til hamingju með stórafmælið, verst að geta ekki verið í veislunni þinni frétti að hún hafi verið algjört æði með frábærum veitingum, þú geymir bara afgangana fyrir mig þegar ég kem heim!! ;) Knús og kossar í hús!!
En ég ætla ekkert að hafa það lengra, bið óskaplega vel að heilsa öllum!!
En ég ætla ekkert að hafa það lengra, bið óskaplega vel að heilsa öllum!!
Ástarkveðjur, Elísa.
No comments:
Post a Comment