Ég meðal annars fór á dans workshop hjá Cedar Lake einn laugardaginn sem var snilld! Þurfti reyndar að vakna fyrir allar aldir á frídegi en það var reyndar þess virði! Þar sem að við vorum búnar tvö í þessu námsskeiði sem fór fram neðst í Manhattan ákváðum að rölta bara heim og löbbuðum skyline-una sem var geðveikt sérstaklega þar sem þennan dag var glampandi sól og 23 stiga hiti! Ég náði einnig þeim áfanga að hitta fyrstu íslendingana mína síðan ég kom hingað. Það gerðist ekki fyrr en í enda október... Og það voru Ástbjörn og Mikael sem ég þekkti fyrir svo við plönuðum að hittast. En það var hins vegar æðislegt að hitta þá og fá loksins að spreyta sig á íslenskunni aftur.
Síðan var að sjálfsögðu Halloween í enda október líka. Alla önnina höfum við semsagt verið ógeðslega spennt fyrir Halloween þar sem að samkvæmt skólareglunum er það eini dagurinn sem að við máttum sleppa því að vera í dress code, semsagt máttum vera í litríkum ballettbolum. Þannig að við mættum allar rosalega tilbúnar í daginn í bleikum, bláum og grænum ballettbolum, nema það þegar við komum í tímann þá var okkur tilkynnt það af eldri nemundum að þessar reglur gildu bara fram á gangi og í Halloween partýinu sem skólinn hélt síðar um daginn, ég reyndar hef haldið því fram að ég megi vera í hvaða fötum sem ég vil fram á gangi í skólanum en allt í lagi. Þannig að við skiptum yfir í svartan bol á nó djók 15 sekúndum. Þetta var þess virði fyrir að vera spenntur fyrir. Jæja en allavena þetta var virkilega áhugaverð fyrsta Halloween. Ég dressaði mig upp sem Sandy úr Grease, og fór í þetta æsispenndandi Halloween partý í skólanum. Þetta var óvenjugaman, miðað við að þetta var klukkan tvö um daginn og allir dauðþreyttir, nýbúnir af æfingu. En ég fékkk allavena eins og mig lysti af nammi svo ég var sátt!! Síðan um kvöldið héldum við "fyrirpartý" fyrir vinahópinn okkar og síðan fórum við í partý hjá strák í skólanum. Ég get orðað það þannig að við löbbuðum út úr þessu partýi eftir svona 5 mínútur, ef við vorum það lengi. En allavena þessi drengur bjó semsagt lengst útí rassgati svo við tókum subwayinn þangað en vorum orðnar frekar þreyttar svo við ætluðum bara að ná í leigubíl. Ég hef aldrei séð jafn fáa leigubíla á ferð og þetta kvöld svo við náðum heilum einum leigubíl og vorum of margar til að passa í hann svo ég og nokkrar aðrar fórnuðum okkur í subwayinn á þessu rigningarkvöldi. Svo loksins þegar við komum heim þá
hefði eina stelpan sem tók leigubíl og býr hérna gleymt lyklunum sínum svo að þær höfðu setið niðri í andyri í góðan klukkutíma að bíða eftir okkur, karma is a bitch ;) (haha ein pirruð, þreytt og rennandiblaut).
Í miðjum nóvember kom síðan pabbi einnar í bæinn, að sjálfsögðu með fullan bíl af drasli fyrir hana, meðal annars tebolla svo að stúlkunum þótti ógeðslega sniðugt að halda teboð, sem að mér finnst ennþá fáranlega fyndið að við höfum í alvöru gert!! Við semsagt buðum Ailey crewinu okkar í teboð á fallegum laugardegi með möffins og smákökum og svo nottlega tei. Þetta var öðruvísi laugardagur..já ég held bara áfram.
Síðan seinustu helgi var hin mikla Thanksgiving og eftir því fylgdi black friday og allar útsölur sem hægt er að hugsa sér. Við fengum fimmtudag og föstudag frí og ég verð nú að viðurkenna að ég svaf nú mestallan fimmtudaginn, alveg búin á því! En síðan á föstudeginum vaknaði ég eldsnemma og fór sko að nýta mér útsölurnar og verslaði eins og ég gat. Ég get heiðarlega sagt að ég stoppaði ekki fyrr en níu um kvöldið og var þá alveg búin á því, en þá fór ég nú bara í það að versla á netinu, hvað annað. En ég held samt að jólin hafi aldrei verið tilbúin jafn snemma þar sem ég er nánast búin að kaupa allar jólagjafir!! Frekar stolt af afrekinu :D En það var nú samt ekkert búið þar sem ég eyddi helginni líka í að rölta um Time square og 5th avenue í von um að klára jólagjafakaupin en það endaði nú bara nánast í að skoða jólaskreytingar þar sem að það er alveg yfirdrifið af jólaseríum og ég veit ekki hvað og hvað í hverjum einasta búðarglugga.
Svo á þessum stutta tíma sem ég hef verið hérna hef ég nú þegar þurft að kveðja góða vinkonu. Að sjálfsögðu fá dansarar meiðsli og til að gera langa sögu stutta fékk hún tvö álagsmeiðsli á sköflunginn og þurfti að fara í aðgerð en þar sem að það er svo fáranlega dýrt allt sjúkratengt í bandaríkjunum og plús tíminn sem hún þarf að jafna sig þurfti hún að hætta í náminu og fara heim til Ástralíu í aðgerðina og kemur svo aftur næsta haust. Þannig að við ákváðum að halda óvænt kveðjupartý. Það heppnaðist fáranlega vel að koma henni á óvart, og þetta var bara ótrúlega skemmtilegt en á sama tíma líka sorglegt þar sem að partur af hópnum okkar er bara í eins árs námi hérna svo það er ekki víst að þær sjáist aftur, allavena ekki á næstunni.
En ég finn alveg fyrir því að ég er virkilega búin að venjast lífinu hérna. Í fyrsta lagi labba allir fáranlega hratt hérna og ég er engin undantekning nú orðið, að labba hérna er nánast það sama og hlaupa. Líka þegar maður labbar í skólann stendur maður alveg við götuna svo að bílarnir snerta mann nánast. Svo ekki minnast á sjúkrabílana! Ég er vön því heima að heyra kannski í einum sjúkrabíl á viku, ef það er það oft, og eftir því fylgir að sjálfsögðu hringing frá ömmu að tékka hvort að það sé ekki allt í lagi með okkur öll. En hérna heyrir maður sírenuvæl á svona 5 mínútnafresti, þetta fór hryllilega í taugarnar á mér þegar ég kom hingað fyrst en núna heyri ég ekki í þeim. Þetta er í alvöru vandamál þegar ég er að tala við familíuna á skæp og þau heyra í sjúkrabíl spyrja þau mig að vað sé í gangi og ég bara ha hvað ertu að tala um? Ég er með miklar áhyggjur þegar ég er komin í umferðina á Íslandi og heyri ekki í sjúkrabílunum :/ En þetta reddast nú...
En ég ætla ekkert að hafa þetta lengra, það er örugglega helling sem ég er að gleyma að segja ykkur frá, en það kemur þá bara í ljós síðar.
Aðeins 19 dagar í heimkomu og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll!! Ástarkveðjur, Elísa.
No comments:
Post a Comment