Thursday, March 19, 2015

Seinni önninn á fyrsta árinu hálfnuð!!!

Tíminn hefur svo sannarlega flogið áfram frá seinasta bloggi!!

Í byrjun desember komu Steinunn og Sigrún í heimsókn á leið sinni frá Kúbu. Það var algjör snilld að fá íslendinga og að sjálfsögðu var splæst mcdonalds í tilefni að því! Það var röltað borgina og meðal annars skoðið rockafeller jólatréið, og það er vægast sagt að borgin er stórglæsilega í kringum jólin. Allt troðið af jólaseríum út um allt og það er algjörlega farið út í extremið!
                              



Í desember sýndi einnig Ailey dansflokkurinn og að sjálfsögðu var skellt á þessa frábæru sýningu! Þau voru að sýna öll sín þekktustu verk svo þetta var algjört æði! Svo til að vera algjörir ameríkanar skelltum við í jólaboð. Allir í jólapeysum og smákökur, jólalög og bara allt sem þú ímyndar þér að sé í svona amerískum jólaboðum, sem var að sjálfsögðu snilldarkvöld rétt áður en allir drifu sig heim um jólin!
                             

Loksins þann 20.desember lagði ég af stað heim til að vera í faðmi fjölskyldunar (nú og vina) um jólin. Þetta var algjört snilldar 2 vikna frí þar sem m.a. mínir æðislegu vinir héldu surprise hitting fyrir mig og Ellen noregsbúa, að sjálfsögðu voru tonn af fjölskylduboðum, helling af kókómjólk, smákökum, sörum (takk endalaust Anna!!), bakarísmat... ég gæti talið endalaust áfram (og já mig langar strax aftur í íslenskan mat).
                            


Jæja svo í byrjun janúar var komin tími til að koma aftur út og klára fyrri önnina í skólanum. Við kláruðum West African í enda janúar en fórum í staðin í stepp sem er ótrúlega gaman og öðruvísi en það sem maður er vanur!
                               
Síðan varð nú ein í hópnum 21 árs í enda janúar svo að sjálfsögðu þurfti að fagna því. Við skelltum okkur út að borða á Benihana sem er japanskur veitingastaður þar sem er eldað fyrir framan mann. Þetta var ótrúlega mikil snilld þar sem kokkurinn var að vippa fram alls kyns trikkum á meðan hann var að elda. Eini mínusinn var kannski hvað við þurftum að bíða lengi eftir borðinu þar sem við byrjuðum að borða kvöldmatinn klukkan hálf tólf.. En það var reyndar alveg þess virði!!
                             


Alveg í lok janúar kom svo stóri snjóstormurinn. Það var nefnilega þannig að það kom bæði snjór og vindur alveg hræðilegt!! Semsagt á mánudegi var komin góð snjókoma og búist var við mesta stormi sem hefur verið hér í mörg ár. Síðan fengum við póst klukkan þrjú um daginn að skólinn myndi falla niður daginn eftir. Klukkan ellefu um kvöldið var svo lokað götum borgarinnar og stuttu síðar var lokað subwayunum. Nema það að þessi „stormur“ var nú ekkert það mikil stormur á þriðjudeginum vöknuðum við, himinninn var heiðskýr og sólin uppi og allt, það var bara snjór á götunum. Nema það að við fengum frí í skólanum á þessum indæla degi.  Á þessum tíma var vinkona okkar sem æfði með okkur fyrir áramót í heimsókn hjá okkur til þess að tæma herbergið sitt en hún þurfti að hætta vegna bakmeiðsla og er óvíst hvort að hún komi aftur.  En hún er frá stað sem ég man ekki hvað heitir hér í bandaríkjunum en þar allavena snjóar sem sagt ekki. Þannig að hún var verri en lítill krakki á jólunum þegar við ákváðum að taka göngutúr um Central Park í snjónum. Að sjálfsögðu byrjaði hún að kasta snjóboltum í alla um leið og við löbbuðum út um dyrnar, valhoppaði um garðinn og hoppaði útí snjóinn og það besta var þegar hún fékk lánaðann sleða af svona fimm ára barni til þess renna sér í mögulega minnstu brekku sem hún gæti fundið. En þetta var samt æðislegur snjódagur!
                                            

Svo í febrúar kom Kristín loksins í heimsókn. Þessir 10 dagar sem hún eyddi hérna voru troðnir af túrista hlutum, verslunarferðum (að sjálfsögðu) og þarna var í fyrsta skiptið sem ég fór út úr Manhattan, fyrir utan flugvöllinn nottlega. Á yndislegum laugardegi þar sem reyndar var ískalt og rigning skelltum við okkur í Chinatown, Little Italy og Soho. Það var þannig að við komum úr lestinni og fórum að leita að chinatown í góðan hálftíma þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum búin að vera þar allann tímann... En þar fundum við þessa fínu myndavélabúð þar sem við redduðum filmu í æðislega ofurtúristalegu myndavélina hennar Kristínar!!
                                               



Síðan kom bolludagurinn og að sjálfsögðu skelltum við í bollur. Get kannski ekki sagt að þær væru eins og hjá bakarameisturunum en þegar að rjóminn, sultan og glassúrinn voru komin á fann maður ekkert bragðið af því hversu hráar þær voru, þannig að þetta bjargaðist alveg!! Við vorum líka með lakkrís með sem að familían sendi með kristínu út fyrir mig, ásamt fleiru reyndar m.a. kókómjólk og dúett og margt annað, ég var bara of gráðug til að ná mynd af því :/ En allavena við buðum svo Rannveigu í hráar bollur svo þetta varð að hinu fínasta íslendingaboði.
                                              


Við ákváðum svo að fara til Brooklyn og að sjálfsögðu gerðist það á kaldasta deginum. Þannig að við lögðum í hann og tókum lest til brooklyn og að sjálfsögðu byrjuðum við á því að fara út á vitlausum stað. Þannig að við röltuðum um og vorum að reyna að finna hvert við ættum að fara þegar við áttuðum okkur á því að við vorum í miðju Orthodox hverfi. En við opnuðum allavena besta áttavitann google maps og vorum að reyna að rölta að rétta staðnum þegar að síminn minn dó vegna kulda.. Alveg æðisleg við vorum semsagt týndar í brooklyn með ekkert kort, enga klukku eða neitt! En við létum það ekki á okkur fá og röltum á dýrindis kaffi hús þar sem við gátum hitað símann og fundið leiðina til baka, og ekki eyðilagði french toastið sem við fengum okkur í leiðinni!!
                                              




En síminn hitnaði allavena og fór að virka á ný svo við tókum beint lest að Brooklyn bridge og röltum yfir hana og tókum síðan lestina aftur heim. Þessi tvö stopp tóku heilan dag en við vorum nú ekkert að kvarta, þetta var alveg þess virði!!


Eftir þetta allt skelltum við okkur í bíó á Kingsman og að sjálfsögðu tókum við bandaríkjamanninn á þetta og keyptum okkur heimsta stærsta gosglas sem ég hef séð, ég sver það voru örugglega ekki minna en 1 lítri í þessu jafnvel 2, og svo popp sem var toppað með bráðnu smjörlíki. Þetta var... öðruvísi.
Einnig þegar Kristín var hérna var í fyrsta skiptið sem ég smakkaði bubbletea og líka í fyrsta skiptið sem ég sá rottur hérna. Þessar rottur voru á stærð við kanínur alveg viðbjóður, en sem betur fer voru þær bara hjá lestunum þannig að ég hef forðast þær síðan!!
                                               

Síðan á seinasta kvöldinu hennar Kristínar var heldur mikið dekur! Ég, Kristín og Rannveig skelltum okkur út að borða og fórum svo á Rómeó og Júlíu með New York City Ballet og svona. Síðan var tekinn bröns áður en að Kristín skellti sér í flugið!! Alveg æðislegt að fá hana í heimsókn!!
                                              

Annars er bara búið að vera allt á fullu í skólanum nema að núna þessa vikuna er ég búin að vera í springbreaki en það er aðallega búið að vera svefn, matur og kósý. Reyndar erum við tvær sem vorum eftir hérna í íbúðinni og tókum það að okkur að passa skjaldböku svo við erum að verða vanir dýrapassarar. En á mánudaginn fór ég hins vegar á The Late Show með David Letterman og það var mjög gaman! Hann var að taka viðtal við píuna úr The Fault in Our Stars svo loksins fékk ég að sjá fyrstu stjörnuna síðan ég kom hingað en það var reyndar hræðileg hljómsveit sem að var að spila í endann sem maður þurfti að pína sig í gegnum að hlusta á. Ég læt hérna link fylgja af þessu yndæla lagi ef einhver vill setja sig í spor mín: https://www.youtube.com/watch?v=zrDO5jEefcI
                                               



Og ég vil óska elsku Jóu innilega til hamingju með stórafmælið, verst að geta ekki verið í veislunni þinni frétti að hún hafi verið algjört æði með frábærum veitingum, þú geymir bara afgangana fyrir mig þegar ég kem heim!! ;) Knús og kossar í hús!!
En ég ætla ekkert að hafa það lengra, bið óskaplega vel að heilsa öllum!!


Ástarkveðjur, Elísa.

Tuesday, December 2, 2014

Styttist í jólafríið!!! :D

Jæja það er margt og mikið búið að gerast síðan seinasta bloggi.
Ég meðal annars fór á dans workshop hjá Cedar Lake einn laugardaginn sem var snilld! Þurfti reyndar að vakna fyrir allar aldir á frídegi en það var reyndar þess virði! Þar sem að við vorum búnar tvö í þessu námsskeiði sem fór fram neðst í Manhattan ákváðum að rölta bara heim og löbbuðum skyline-una sem var geðveikt sérstaklega þar sem þennan dag var glampandi sól og 23 stiga hiti! Ég náði einnig þeim áfanga að hitta fyrstu íslendingana mína síðan ég kom hingað. Það gerðist ekki fyrr en í enda október... Og það voru Ástbjörn og Mikael sem ég þekkti fyrir svo við plönuðum að hittast. En það var hins vegar æðislegt að hitta þá og fá loksins að spreyta sig á íslenskunni aftur.
Síðan var að sjálfsögðu Halloween í enda október líka. Alla önnina höfum við semsagt verið ógeðslega spennt fyrir Halloween þar sem að samkvæmt skólareglunum er það eini dagurinn sem að við máttum sleppa því að vera í dress code, semsagt máttum vera í litríkum ballettbolum. Þannig að við mættum allar rosalega tilbúnar í daginn í bleikum, bláum og grænum ballettbolum, nema það þegar við komum í tímann þá var okkur tilkynnt það af eldri nemundum að þessar reglur gildu bara fram á gangi og í Halloween partýinu sem skólinn hélt síðar um daginn, ég reyndar hef haldið því fram að ég megi vera í hvaða fötum sem ég vil fram á gangi í skólanum en allt í lagi. Þannig að við skiptum yfir í svartan bol á nó djók 15 sekúndum. Þetta var þess virði fyrir að vera spenntur fyrir. Jæja en allavena þetta var virkilega áhugaverð fyrsta Halloween. Ég dressaði mig upp sem Sandy úr Grease, og fór í þetta æsispenndandi Halloween partý í skólanum. Þetta var óvenjugaman, miðað við að þetta var klukkan tvö um daginn og allir dauðþreyttir, nýbúnir af æfingu. En ég fékkk allavena eins og mig lysti af nammi svo ég var sátt!! Síðan um kvöldið héldum við "fyrirpartý" fyrir vinahópinn okkar og síðan fórum við í partý hjá strák í skólanum. Ég get orðað það þannig að við löbbuðum út úr þessu partýi eftir svona 5 mínútur, ef við vorum það lengi. En allavena þessi drengur bjó semsagt lengst útí rassgati svo við tókum subwayinn þangað en vorum orðnar frekar þreyttar svo við ætluðum bara að ná í leigubíl. Ég hef aldrei séð jafn fáa leigubíla á ferð og þetta kvöld svo við náðum heilum einum leigubíl og vorum of margar til að passa í hann svo ég og nokkrar aðrar fórnuðum okkur í subwayinn á þessu rigningarkvöldi. Svo loksins þegar við komum heim þá
hefði eina stelpan sem tók leigubíl og býr hérna gleymt lyklunum sínum svo að þær höfðu setið niðri í andyri í góðan klukkutíma að bíða eftir okkur, karma is a bitch ;) (haha ein pirruð, þreytt og rennandiblaut).



Í miðjum nóvember kom síðan pabbi einnar í bæinn, að sjálfsögðu með fullan bíl af drasli fyrir hana, meðal annars tebolla svo að stúlkunum þótti ógeðslega sniðugt að halda teboð, sem að mér finnst ennþá fáranlega fyndið að við höfum í alvöru gert!! Við semsagt buðum Ailey crewinu okkar í teboð á fallegum laugardegi með möffins og smákökum og svo nottlega tei. Þetta var öðruvísi laugardagur..já ég held bara áfram.



Síðan seinustu helgi var hin mikla Thanksgiving og eftir því fylgdi black friday og allar útsölur sem hægt er að hugsa sér. Við fengum fimmtudag og föstudag frí og ég verð nú að viðurkenna að ég svaf nú mestallan fimmtudaginn, alveg búin á því! En síðan á föstudeginum vaknaði ég eldsnemma og fór sko að nýta mér útsölurnar og verslaði eins og ég gat. Ég get heiðarlega sagt að ég stoppaði ekki fyrr en níu um kvöldið og var þá alveg búin á því, en þá fór ég nú bara í það að versla á netinu, hvað annað. En ég held samt að jólin hafi aldrei verið tilbúin jafn snemma þar sem ég er nánast búin að kaupa allar jólagjafir!! Frekar stolt af afrekinu :D En það var nú samt ekkert búið þar sem ég eyddi helginni líka í að rölta um Time square og 5th avenue í von um að klára jólagjafakaupin en það endaði nú bara nánast í að skoða jólaskreytingar þar sem að það er alveg yfirdrifið af jólaseríum og ég veit ekki hvað og hvað í hverjum einasta búðarglugga.
Svo á þessum stutta tíma sem ég hef verið hérna hef ég nú þegar þurft að kveðja góða vinkonu. Að sjálfsögðu fá dansarar meiðsli og til að gera langa sögu stutta fékk hún tvö álagsmeiðsli á sköflunginn og þurfti að fara í aðgerð en þar sem að það er svo fáranlega dýrt allt sjúkratengt í bandaríkjunum og plús tíminn sem hún þarf að jafna sig þurfti hún að hætta í náminu og fara heim til Ástralíu í aðgerðina og kemur svo aftur næsta haust. Þannig að við ákváðum að halda óvænt kveðjupartý. Það heppnaðist fáranlega vel að koma henni á óvart, og þetta var bara ótrúlega skemmtilegt en á sama tíma líka sorglegt þar sem að partur af hópnum okkar er bara í eins árs námi hérna svo það er ekki víst að þær sjáist aftur, allavena ekki á næstunni.


En ég finn alveg fyrir því að ég er virkilega búin að venjast lífinu hérna. Í fyrsta lagi labba allir fáranlega hratt hérna og ég er engin undantekning nú orðið, að labba hérna er nánast það sama og hlaupa. Líka þegar maður labbar í skólann stendur maður alveg við götuna svo að bílarnir snerta mann nánast. Svo ekki minnast á sjúkrabílana! Ég er vön því heima að heyra kannski í einum sjúkrabíl á viku, ef það er það oft, og eftir því fylgir að sjálfsögðu hringing frá ömmu að tékka hvort að það sé ekki allt í lagi með okkur öll. En hérna heyrir maður sírenuvæl á svona 5 mínútnafresti, þetta fór hryllilega í taugarnar á mér þegar ég kom hingað fyrst en núna heyri ég ekki í þeim. Þetta er í alvöru vandamál þegar ég er að tala við familíuna á skæp og þau heyra í sjúkrabíl spyrja þau mig að vað sé í gangi og ég bara ha hvað ertu að tala um? Ég er með miklar áhyggjur þegar ég er komin í umferðina á Íslandi og heyri ekki í sjúkrabílunum :/ En þetta reddast nú...
En ég ætla ekkert að hafa þetta lengra, það er örugglega helling sem ég er að gleyma að segja ykkur frá, en það kemur þá bara í ljós síðar.
Aðeins 19 dagar í heimkomu og ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll!! Ástarkveðjur, Elísa.

Að sjálfsögðu var nauðsyn að kaupa eitt stykki súkkulaði dagatal fyrir jólin!! #feelslikehome #tasteslikehome!!

Monday, October 20, 2014

Nokkrum dögum frá fyrstu færslunni...

Jæja þá er víst komið að annarri færslu. Ég er núna búin að vera hér í 7 og hálfa viku og maður er nú að venjast öllu hérna. Hitastigið er að komast í þægilegra horf, en haustið er nú samt ekki hafið. Ég er búin að finna út hvaða daga er best að gera þvottinn, hentugast að kaupa í matinn og hvar er best að kaupa í matinn. Ekki það hagstæðasta búðin til að kaupa í matinn er svona 15 götum fyrir ofan mig sem er nú ekkert brjálaður göngutúr. En þegar að ég er komin með troðfulla poka af matvörum í sitthvora hendina er þetta nú bara full workout! Ég sver þegar ég er loksins komin heim þá held ég að hendurnar mínar munu detta af mér! En maður er líka aðeins búin að vera að prufa veitingastaðina sem er algjört æði, og smá tilbreyting frá pastanu sem er of oft í kvöldmatinn hjá mér.

Helgina 19.-21. september var nú þvílíkt brasað. Á föstudeginum vorum við að sjálfsögðu dauðþreyttar eftir tímana um daginn en við létum okkur nú samt hafa það og fórum á tælenskan veitingastað sem er svona 2 mínútur frá okkur. Við ætluðum nú ekkert að rölta eitthvað allt of mikið. En það sem að maturinn þarna var góður mm mm mmm. En í þessari ferð áttuðum við okkur á því að við förum ALDREI aftur út að borða bara með kort en ekki money cash, því að það er greinilega of erfitt fyrir bandaríkjamenn að skipta reikningum á milli manneskja. Á laugardeginum hins vegar lagði ég af stað um hádegi í Citibank til þess að opna bandarískan reikning. Ókey ég verð að viðurkenna að ég bjóst kannski við svona klukkutíma, tveim tímum í þetta. Ég labbaði út úr bankanum klukkan fimm. Og það sorglega var að það voru kannski 5 viðskiptavinir inni á þessum tíma og bankinn lokaði klukkan fjögur! En ég fékk þó þetta fína kort frá þeim ásamt lyklakippu og hlussu bolla sem ég get ekki beðið eftir að nota fyrir heitt súkkulaði þegar það byrjar að snjóa. Þegar ég kom heim hins vegar og fór að skoða þetta yndæliskort áttaði ég mig á því að hann hefur skrifað nafnið mitt vitlaust! Great fimm tímar og ég kem út sem Miss Benedktsdóttir, og ég sver maðurinn tékkaði hvort að hann hafi skrifað nafnið mitt rétt í passanum mínum svona 10 sinnum. Ekki það ég lifi þetta af, það getur hvort eð er enginn borið fram þetta "eftirnafn" hérna. Allavena á sunnudeginum vaknaði ég síðan og höfðu þá ekki stelpurnar bakað pönnukökur (amerískar þar að segja). Djöfull var þetta góður morgunmatur. Eftir það fór ég svo í mín fyrstu mótmæli hérna í stórborginni, ekki það efast stórlega um að ég fari í einhver fleiri. Þetta var semsagt The Climate March, við röltum hálfa manhattan, true story sko,og þvílík upplifun sem þetta var! Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu margir voru þarna en þarna var fólk með allskyns borða, væntanlega, en síðan var fólk bara með atriði inní miðri skrúðgöngu, alveg ótrúlega flott. Magnaðasta mómentið í göngunni var samt klárlega þegar við vorum í miðju times squere og það var mínútu þögn og allir með MH hnefann á lofti. Ókey það voru allavena allir með hnefa á lofti, oo þetta var magnað! En í tilefni 20 ára afmæli friends var opnað Central Perk kaffihús í Soho í mánuð og við ætluðum að sjálfsögðu að kíkja þangað. Það er ALLTAF kveikt á friends í sjónvarpinu okkar, held í alvöru að ég hef séð alla þættina tvisvar sinnum bara síðan ég kom hingað! Þannig að eftir gönguna gerðum við okkur ferð í Soho til að fara í kaffihúsið en guð minn almáttugur, röðin sem var þarna. Það var semsagt tveggja og hálfs tíma bið! Ekki séns að við nenntum að bíða eftir því, orðnar svangar og allt. En við löbbuðum allavena fram hjá ;) Samt svona tveim götum frá var einhver hátíð í Little Italy svo að við fórum þangað og fenguð okkur fyrstu pítsuna okkar síðan við komum í New York! Jejj þetta var alveg ekta mm hvað hún var góð.
Vikuna eftir var þreyta, og þó náði ég að hunskast í ræktina og alles. Ég sendi líka mitt fyrsta kort í póstinum þar sem að móðir mín varð einu árinu eldri. Eitt að því sem fer virkilega í taugarnar á mér við að búa hérna er að ég er alltaf að missa af einhverjum veislum á klakanum og þar af leiðandi fæ ég ekki ljúfenga matinn úr þeim! Föstudaginn 26.september hefði elsku afi minn orðið sjötugur, já þarna var ein veisla sem ég missti af. En ég lét það ekkert á mig fá og skellti mér á Olive Garden með tveim af stelpunum sem búa með mér. Ókey ég viðurkenni það að ég pantaði pasta (virðist vera eini maturinn sem ég borða hérna ég veit), en mmmmm þetta var himnaríki, þetta er maturinn sem mig dreymir um á næturnar!! Helgin var hins vegar rosa róleg, við vorum allar dauðþreyttar eftir vikuna og nánast sváfum og slökuðum bara á alla helgina. Virku dagarnir eru farnir að rúlla bara eins og vel smurð vél og tíminn gjörsamlega flýgur áfram hérna, verð komin heim fyrr en varir. Eitt fannst mér hins vegar magnað, ballettkennarinn minn Kozak var raddlaus einn daginn og ákvað hún að hún gæti ekkert talað. Ég er vön því heima að ef að kennararnir eru raddlausir láta þeir mann vita að þeir geti ekkert talað en enda samt alltaf á því að tala jafn mikið og venjulega. Ekki hún, hún stóð föst við orð sín og reyndi að tala táknmál allan tímann sem að mér fannst mjög fyndið því að helminginn af tímanum skildi maður ekki neitt af því sem hún var að segja.
Laugardaginn 4.október buðum við nokkrum stelpum úr skólanum heim til okkar. Þetta var ógeðslega kósý kvöld. Við pöntuðum dominos pitsur, sem að var reyndar pöntuð eitthvað vitlaust. Við keyptum tvær stórar pítsur á 40 og eitthvað dollara, keyptum seinustu helgi tvær stórar pitsur, 2 l kók og 2 ostagottathink á 20 dollara.. úpps. Allavena þetta var voða kósý kvöld með öllu tilheyrandi, pítsur, kók, snakk, ís og ekki má gleyma Mean Girls. Sunnudaginn 5.október missti ég að sjálfsögðu að annarri veislu og það með Önnukökum, ekki sátt. En í staðinn fór ég í verslunarferð með stelpunum og við fengum okkur ógeðslega gott eplapie, svo ég lifði þetta nú af.
Helgina eftir þetta var ég að leka niður af þreytu svo að ég svaf í tæpa 14 tíma bara fyrstu nóttina. Og eyddi síðan nánast restina af deginum að setja upp tölvuna mína, þar sem ég hef ekki haft tíma í að gera það hingað til. Hins vegar á sunnudagsmorgninum vaknaði ég við ryksugu. Hver í anskotanum ákveður að ryksuga klukkan tíu á morgnanna. Þetta ætti ekki að vera leyfilegt og sérstaklega ekki þegar ég er sofandi (á ennþá eftir að komast að því hver þetta var)!! Mánudaginn 13.október var Columbus day og við fengum frí í skólanum. Skemmtileg staðreynd hér á ferð en þessa helgi var kanadíska þakkargjörðahátíðin. Svo að við fórum og pöntuðum okkur "thanksgiving" mat á þessum mánudegi. Reyndar fékk ég mér bara hamborgara og fröllur og hinar fengu sér eitthvað svipað, en þetta var allavena þakkargjörðamáltíðin okkar. Á þriðjudeginum eftir skóla röltuðum við að finna tennisbolta, já við áttum að kaupa okkur tennis bolta fyrir body conditioning tíma og það er erfiðara að finna þá en maður heldur! Við röltuðum svona 20 götur og nokkur avenue áður en við fundum venjulega íþróttabúð með tennisboltum, við búum greinilega ekki á íþróttasvæðinu. Um kvöldið var pítsugerð hér á heimavistinni sem við að sjálfsögðu mættum í, því að jú við elskum mat! Þetta var reyndar frekar fyndið. Við komum þarna og það var tilbúið deig sem maður tók og rúllaði út og síðan skellti maður bara því sem að maður vildi á. Neinei síðan sagði pían sem að sá um þetta á hvað maður ætti að stilla ofninn til að baka hana og sendi okkur svo heim. Þetta tók alveg heilar tíu mínútur en hey ég fékk fríann kvöldmat ;)
Núna á föstudaginn skellti ég mér að kaupa fyrst kínverska matinn minn hér. Og saklausi íslendingurinn ég sem vildi bara venjulegar djúpsteiktarrækjur, fékk eitthvað hlussustórt stykki af einhverju sem líktist frekar humari heldur en rækju! Þetta var samt alveg allt í lagi en ég verð klárlega að finna út úr hvernig ég panta eðlilegar rækjur hérna eða hvort að það sé bara eitthvað íslenskt-kínverskt thing.
Það sem fer hins vegar virkilega í taugarnar á mér við enskuna er að það er ekki til orð fyrir að nenna, og já ég hef nokkrum sinnum sagt I don't nenn, maður verður nú að redda sér. Einnig það sem fer í taugarnar á mér er að það eru ekki klósettsetulok á klósettunum hérna! Einn daginn mun ég annað hvort missa símann minn ofan í klósettið eða tannburstann minn, það er bókað mál! Ég hef mikið verið að fá þá spurningu hvort að ég hafi séð rottur út um allt eins og hún Unnur Eggerts nágranni minn, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð eina einustu rottu hérna, hef eiginlega bara áhyggjur af því hvar hún sé að hanga. En annars er lífið bara indælt og ég er alveg tilbúin að haustið komi! Sakna ykkar allra ótrúlega, en það er nú minna en 9 vikur í að ég komi heim!
Ástarkveðjur, Elísa.









Friday, September 19, 2014

Fyrstu þrjár vikurnar

Jæja þá hef ég látið undan hópþrýstingi og stofnað blogg til þess að allir viti nú hvað sé að gerast í lífi mínu á meðan ég bý hérna í stórborginni. 
 Ég trúi nú ekki að í dag séu komnar heilar 3 vikur (og einn dagur) síðan ég kom hingað!
Ég flaug út fimmtudaginn 28. ágúst úr kuldanum, vel undirbúin í kápu og þykkri peysu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég naut þess að drekka seinustu kókómjólkina
mína á flugvellinum til jóla (eitt af því sem ég sakna mest þessa stundina). Það gleymdi hins vegar einhver að segja mér að veðrið hérna í New York er ekki eins
og á Íslandi! Þegar ég lenti var sirka 30° hiti og ég kappaklædd. Eins og flestir vita þá fékk ég húsnæði heilum tveim sólarhringum áður en lagt var af stað. 
Ég sem sagt endaði á heimavist hjá Fordham University en ég fékk ekki herbergið þar fyrr en á sunnudeginum svo að ég gisti á Wellington hótel þangað til. Á þeim
dögum var bara slakað á og stússast fyrir veturinn. Ég keypti mér m.a. tölvu og fékk mér bandarískt símanúmer. Það er kannski vitað að fjölskyldan mín er ekki sú
hljóðlegasta í heimi, svo mér fannst mjög indælt að liggja uppí rúmi á hótelherbergi og horfa á sjónvarpið. Ég er búin að komast að því að það eru til sjónvarpsþættir
hérna með öllum anskotanum og ég held að eftir þessa hótelgistingu sé ég búin að sjá flesta þeirra. Á þessum dögum fór ég einnig einu McDonalds ferðina sem ég hef 
farið í á þessum 3 vikum. Í þeirri ferð áttaði ég mig á að ég væri í bandaríkjunum þegar ég bað um borgara, franskar og kók og afgreiðslukonan tilkynnti mér að það 
væri ódýrara að fá sér 2 borgara. Ég er ennþá sjokkeruð á þessu enda endaði þessi borgari í ruslinu...
Sunnudaginn 31. ágúst leið mér eins og ég væri í bíómynd! Það var dagurinn sem ég flutti inná heimavistina. Ég klöngraðist með 3 ferðatöskur frá hótelinu og að heimavistinni.
Heimavistin eru 6 manna íbúðir, eða íbúð með 3 tveggja manna herbergjum, 2 klósettum, eldhúsi og stofu. Þegar ég opnaði hurðina á íbúðinni sem ég bý í hoppaði ljóshærð
stelpa á móti sér og heilsaði sér og síðan kom önnur á eftir henni. Ég fór að troða töskunum inn í herbergið mitt og þá tók ég eftir að þær voru allar með foreldra
sína með sér og sumar með systkini. Þetta var eins og í bíómynd, þær höfðu keyrt hingað með fullan bíl af herberginu sínu með alla fjölskylduna og nú voru þau að setja
upp herbergið. Ég var með sæng og kodda með mér, og nottlega fötin mín. Eftir stutta stund voru allir með fulla veggi af myndum, full rúm af koddum, mottur á gólfum
og full herbergi að hlutum og ein mætti meira að segja með sjónvarp, sem hefur reyndar komið að góðum notum fyrir alla :) Mitt herbergi var eins og á spítala. Bara 
föt og rúm. En ég skellti mér nú bara útí búð og nú er herbergið mitt orðið aðeins heimilislegra. Við erum semsagt bara 5 í íbúðinni og ég er svo heppin að fá 
einkaherbergið :) Stelpurnar sem búa með mér eru með mér í dansinum (við erum eina íbúðin sem er ekki í Fordham). Þær eru mjög fínar og okkur kemur nú bara mjög vel 
saman en þær eru hins vegar allar frá Kanada sem að mér finnst voða fyndið því að þær eru búnar að troða kanada merki á ískápinn og s.frv.
3. september byrjaði skólinn, eða þá voru placement classes þar sem allir eru settir í hópa eftir getustigi og einnig var skipulagt stundatöfluna. Þetta gekk nú bara
vel hjá mér, ég er allavena sátt með hvaða tíma ég fékk. Daginn eftir var haldinn fundur fyrir international nemendurnar, þar sem var aðallega verið að hamra á því
að við mættum ekki vinna hérna og að við yrðum að fá skriflegt leyfi til þess að fara heim í fríunum. Við fengum líka stundatöflurnar í hendurnar þennan dag. Á
föstudeginum var svo haldinn fyrirlestur hvernig við ættum að koma í veg fyrir meiðsl og síðan var meet&greet. Þar var mjög gaman, það voru m.a. haldnir leikir til að
læra nöfnin á öllum sem að virkaði nú ekkert alltof vel þar sem við vorum svo mörg, það var nefnilega slatti af gömlum nemendum líka mættir.
Á föstudagskvöldinu 5.september fórum við stelpurnar að skoða Times Square sem er nú must. Við báðum einhverjar tvær stelpur um að taka mynd af okkur þar en eftir hana
spurðu stelpurnar okkur hvort að við værum dansarar og við töluðum smá saman. Kom það þá í ljós að þær eru líka í New York í dansnámi og að þær eru líka frá Kanada,
þetta var rosalega skemmtilega tilviljun fyrir alla.. nema kannski mig þar sem ég er ekki kani. Allavena við fórum á veitingastað sem heitir Stardust og fengum okkur
fáranlega góða súkkulaðibrownie með ís og rjómi í eftirrétt. En þessi veitingastaður er nefnilega þannig að þjónarnir er fólk sem er að reyna að komast á Brodway svo
að það syngur og dansar um allan staðinn. Þetta var fáranleg upplifun og minnti mig enn og aftur á bíómynd þar sem að ég fékk að heyra öll bestu lögin með Abba, úr
Grease og ég veit ekki hvað og hvað. Þar sem allir voru orðnir þreyttir í tánum ákváðum við að taka subwayinn heim, og var það fyrsta subway ferðin af mörgum hérna.
Á sunnudeginum gerðum við okkur svo ferð í Soho, sem er verslunarhverfi hérna. Það var kannski ekki mikið keypt þar sem við erum fátækir námsmenn og það spilaði smá
inní að þarna eru dýrustu búðirnar í borginni.
Mánudaginn 8.september byrjaði svo skólinn fyrir alvöru. Ef ég ætti að lýsa fyrstu vikunni er það bara harðsperrur og þreyta!! Ég kynntist einhverjum krökkum sem ég
er með í tímum en það magnaðasta finnst mér að það séu bara þrír bandarískir kennarar að kenna mér. Ég er nefnilega með þrjá spænska kennara, einn ballettkennarinn
minn sem er spænskur byrjar í miðjum tímum að tala spænsku þar sem að helmingur nemendana í þeim tímum eru einnig spænskir, hann hlýtur að hætta 
þessu einhvern tíma
eða að ég læri bara spænsku. En síðan er einn afríkani að kenna mér og síðan einn dani, kennararnir hérna koma sko alls staðar að!
Seinustu helgi var sko ekkert slakað á, ég var bókstaflega á hlaupum!! Klukkan sex um morgun á laugardeginum hafði ein af stelpunum sem búa með mér farið í Central
Park að bíða eftir miðum á danssýningu sem átti að halda þar um kvöldið á útisviði en þeir voru afhentir klukkan tólf. Hún kom sæl heim um hádegið með tvo miða í 
hendinni. Hún ákvað að bjóða mér með sér á þessa sýningu sem átti að hefjast klukkan átta. Hinar þrjár sem að búa með okkur ásamt einni annarri voru búnar að kaupa
sér miða á Lísu í Undralandi sem að Kanadíski ballettinn var að sýna svo að þær þekktu slatta af liðinu sem var að sýna þar en sú sýning átti líka að byrja átta. Við
tvær lögðum af stað klukkan sjö því að það er sirka hálftíma labb í Central Park. Þegar þangað var komið var sagt okkur að það hafi verið frestað sýningunni vegna
rigningar, sem var alveg týpísk því þetta er eini rigningardagurinn sem er búin að vera síðan ég kom hingað, sýningin yrði sýnd daginn eftir og við urðum að koma aftur
daginn eftir og bíða í röðinni til þess að ná miða!! Við löbbuðum voða vonsviknar í burtu en ákváðum að hringja í hinar stelpurnar. Þær sögðu okkur að ein stelpnanna
væri hætt við að koma svo að þær voru með auka miða á sýninguna. Þar sem að stelpan sem var með mér var nú þegar búin að sjá sýninguna fékk ég þennan lausa miða. 
Ég hélt ég myndi deyja á leiðinni. Ballettinn var sýndur við hliðina á heimavistinni okkar. Svo að við hlupum eins og brjálaðingar þvert yfir Manhattan á háum hælum.
Við komum að leikhúsinu 5 mínútur í að sýningin átti að hefjast, það var ekkert að hjálpa mér allar tröppurnar sem þurfti að klífa til að komast að sætinu. Enda var
ég alveg að kafna þegar ég settist niður, og ekki hefði ég viljað vera manneskjan sem sat við hliðiná mér eftir öll þessi hlaup! En ég náði þó á tíma og það var
magnað að horfa á þennan ballett, ég hefði ekki viljað missa af því! Við ætluðum samt ekki að láta þessa sex klukkutíma sem að greyið stelpan beið í röð verða sóun.
Svo að við vöknuðum klukkan sex á sunnudeginum til þess að bíða í röð fyrir miðum. Við fórum þrjár saman og hver fékk tvo miða svo að við fengum miða fyrir okkur allar.
Í þetta skiptið áttaði ég mig ekki á því að það gæti verið kaldara á morgnanna og þar að auki að manni verður ískalt að sitja og bíða. Ég beið í kalda sex tíma en
það batnaði þó þegar sólin fór að skína á mann klukkan svona ellefu. Það voru bara tveir á undan okkur svo að við fengum sæti á besta stað og hefðum þess vegna getað
snert dansarana. Þessi sýning var mjög góð og sýndi nútímaballett, nútímadans og svona hiphop/krump, sem var mjög upplífgandi þegar að það var hljómsveit að spila undir
og þeir meira að segja stóðu upp með hljóðfærin og byrjuðu að dansa.
Heimavistin er nú bara mjög fín. Það tekur okkur svona 5 mínútur að labba í skólann svo að það er mjööög þægilegt að geta hlaupið heim í pásunum, þá þarf nefnilega
ekki að pakka nestinu ;) Hins vegar er eitt alveg óþolandi hérna. Því að þetta eru jú bandaríkin þarf að vera með svona ID frá skólanum til þess að stimpla sig inn
þegar maður kemur og fer. Þar sem að við erum ekki frá Fordham erum við ekki ennþá komnar með þetta og þurfum í hvert skipti sem við komum að stoppa hjá öryggisverðinum
og kynna okkur, það kemur fyrir að þeir þurfi að leita af nöfnunum okkar í einhverjum pappírum og eitthvað. Sumir eru hins vegar byrjaðir að þekkja okkur sem er mjög
þægilegt, því að þá þurfum við ekki að eyða 5 mínútum í að gefa skýrslu! Einnig út af þessu fengum við ekki netaðgang fyrr en fyrir svona viku.. En nú er maður alla
virka daga dansandi allan daginn svo maður hefur varla orku til að elda (já pasta er uppáhaldsvinur minn þessa dagana). Við erum líka búnar að finna út úr ýmsu síðan
við komum hingað, hvar er ódýrast að versla í matinn, hvaða tegund af núðlum á EKKI að kaupa (hef aldrei borðað svona slæmar núðlur á lífsleiðinni!) og hvar allt er
í kringum okkur og mikilvægast af öllu, hvaða appelsínusafi er bestur. Reyndar fyrsta skiptið sem við fórum að versla í matinn var labor day.. Ég vissi nú bara varla
að það væri til, þannig að það var alveg BRJÁlAÐ að gera í búðinni því að sjálfsögðu verslar enginn fyrir frídaga! En sem betur fer fyrir mig er nú veðrið byrjað að
batna, nú er ekki lengur 30° stiga hiti það er 20° hiti, bráðum get ég byrjað að nota allar peysurnar mínar!!
En ég ætla nú ekkert að hafa þetta lengra að þessu sinni! Að sjálfsögðu sakna ég ykkrar allra, en það eru nú bara stutt til jóla ;)
Ástarkveðjur, Elísa.